Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.
3000 áhugaverðir staðir á Íslandi - með:
Texti Kort Ástand vega Veður Vefsíða Framburður
Sláðu inn í leitargluggann, til hægri, einn af 3000 umfjöllunarstöðum Vegahandbókarinnar ... og þú færð upp eins konar heimasíðu með upplýsingum um þann stað sem þig langar að skoða.

Fréttir

Staður vikunnar - Njálurefilinn á Sögusetrinu á Hvolsvelli

Staður vikunnar að þessu sinni er Sögusetrið á Hvolsvelli þar sem Njálurefilinn er að finna.

Njálurefilinn er 90 metra langur útsaumaður refill (veggteppi) þar sem Brennu-Njálssaga er sögð og sýnd frá upphafi til enda. Stofnendur og eigendur refilsins eru Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtsson. Refillinn er hannaður af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og fyrsta sporið var tekið í byrjun febrúar 2013.

Refillinn er nú rúmlega hálfnaður. Yfir sex þúsund saumakonur og -karlar frá öllum heimshornum hafa tekið sporið. Mjög gaman er að geta skilið eftir sig nálarspor í þessum fræga refli og komið síðar með barnabörnin og bent á sporin.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu refilsins: www.njalurefill.is

Drengir vikunnar - Íslenska landsliðið í fótbolta

Drengir vikunnar eru svo sannarlega "strákarnir okkar" í íslenska landsliðinu. Þeir hafa sýnt og sannað að með eljusemi, samtakamætti og bjartsýni, þá er hægt að láta fjarlægustu drauma rætast.

Íslenska þjóðin er stolt af ykkur, þið eruð flottar fyrirmyndir.

TIL HAMINGJU STRÁKAR

Bók vikunnar - Ný útgáfa af Vegahandbókinni

Sumarið er komið og Vegahandbókin fylgir sumarkomunni. Í meira en 40 ár hefur Vegahandbókin verið ómissandi ferðafélagi landsmanna og á hún fastan sess í hanskahólfi margra bíla.

Vegahandbókin er lykill að landinu, stútfull af fróðleik í máli og myndum og með kortum vísar bókin til vegar.

Vegahandbókin kemur út annað hvert ár á íslensku og hitt árið á ensku. Í ár er íslenska útgáfan nýuppfærð með mikið af nýungum, til dæmis upplýsingar um heitar laugar og heilsulindir. Með því að skanna QR kóða fæst GPS staðsetning lauganna, myndir og lýsing á stöðunum. Hægt er að fræðast um ferðir Fjalla-Eyvindar, hlusta á þjóðsögur eða forvitnast um hesta-, sauða-, kúa- eða hundaliti svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

Með bókinn fylgir Vegahandbókar App þar sem hægt er að finna alla staði sem eru í bókinni ásamt þúsundum þjónustuaðila um allt land.

Vegahandbókin fæst á bensínstöðvum N1, Olís og bókabúðum. Í bókabúðum er hægt að skila inn eldri bók og fá kr. 1.500 afslátt á nýrri.

Staður vikunnar - Sigling með Sæferðum

Breiðafjörðurinn er þekktur fyrir eyjarnar óteljandi, einstaka náttúrufegurð, fjölbreytt fuglalíf og söguslóðir. Reyndar er nýbúið að slá tölu á eyjarnar og eru þær sagðar um 5.000.

Breiðafjörðurinn er hrein fuglaparadís og frábær staður fyrir áhugamenn um fuglaskoðun og nú er einmitt varptíminn að byrja.

Sæferðir bjóða upp á ýmiskonar útsýnisferðir um þetta fallega svæði og gefst farþegum tækifæri til að skoða náttúru og fugla svæðisins í návígi og smakka hráa hörpuskel beint af hafsbotni!

Staður vikunnar - Reykjanesviti

Reykjanesviti er á syðst á Reykjanesi, beygt út af vegi 425. Núverandi viti var reistur 1907. Hann er 31m hár og stendur á 22m háum stalli.
Nágrenni vitans leynir á sér, fjölbreytileiki náttúrunnar og útsýni er einstakt.

Mjög mikill jarð­hiti, brenni­­steins– og leir­hver­ir eru á svæðinu, kunn­ast­ur hver Gunnuhver, kenndur við konu er gekk aft­ur og sótti á fólk og fén­að.

Staður vikunnar - Laxdalshús á Akureyri

Staður vikunnar er Laxdalshús, elsta húsið á Akureyri. Húsið var byggt árið 1795 sem íbúðarhús. Það hýsti einnig Amtbókasafn á árunum í kringum 1827 eða fyrir tæpum 200 árum síðan.

Akureyrarbær eignaðist Laxdalshús 1942 og leigði út um skeið. Laxdalshús var friðað árið 1978 og var endurnýjað verulega næstu árin á eftir. Veitingarekstur hefur verið í húsinu við og við en ekki gengið sem skyldi.

Mörg falleg gömul hús eru í innbæ Akureyrar og vel þess virði að koma við í Brynju, kaupa Brynjuís og rölta um innbæinn og skoða gömlu húsin.

Staður vikunnar - Ósvör við Ísafjarðardjúp

Ósvör er við sjávarsíðuna rétt áður en komið er til Bolungarvíkur.

Í Ósvör er tvöföld 19. aldar verbúð. Þar er til sýnis áraskipið Ölver með öllum búnaði. Í öðru húsinu eru veiðarfæri og önnur tæki og tól sem notuð voru við fiskveiðar á öldum áður, en í hinu húsinu er sýndur aðbúnaður sjómanna í veri. Í Ósvör er einnig fiskihjallur með fiski.

Verbúiðin var endurgerð vegna heimildarmynda Erlends Sveinssonar Verstöðin Ísland og Íslands þúsund ár 1990.

Staður vikunnar - Hallgrímskirkja í Reykjavík

Hallgrímskirkja er kennd við prestinn og skáldið Hallgrím Pétursson (1614-1674), sem kunnur er fyrir Passíusálmana. Kirkjan stendur efst á Skólavörðuholtinu með 73 m háan turn, sem gerir hana að mest áberandi mannvirki borgarinnar og þar með eitt aðalkennileiti hennar. Útsýni er frábært úr turninum á góðum degi. Gjald er tekið fyrir notkun lyftunnar í turninum.

Þekktastur er séra Hallgrímur fyrir Passíusálma sína, fimmtíu að tölu, sem eru íhugun á píslarsögu Jesú Krists. Bænavers úr þeim hafa fylgt íslensku þjóðinni frá vöggu til grafar um aldir og eru lesnir á hverri föstu í íslenska ríkisútvarpið.

Passíusálmarnir hafa verið þýddir á fjölmörg tungumál svo sem dönsku, norsku, ensku, þýsku, hollensku, ungversku og ítölsku og hluti þeirra á kínversku.

Staður vikunnar - Gullfoss í vetrarham

Staður vikunnar að þessu sinni er Gullfoss í vetrarham. Fossarnir okkar eru ekkert síður fallegir að vetri en sumri. Eins og fram hefur komið í fréttum er vissara að fara gætilega í nágrenni fossanna því úðinn frá þeim skapar mikla hálku sem erfitt er að eiga við.

Gullfoss er einn af helstu viðkomustöðum ferðamanna hér á landi og er áætlað að um 670 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið að Gullfossi í fyrra.

Í upphafi 20. aldar var talsverð umræða í þjóðfélaginu um virkjun fossa, líkt og nú er. Ekkert varð af virkjanaáformum í Gullfossi, þrátt fyrir sterkan áhuga. Vitað er að í að minnsta kosti einu tilfelli fengust ekki peningar til verksins.

Íslenska ríkið keypti Gullfoss um 1940 og var hann friðlýstur 1979.

Staður vikunnar - Jarðböðin í Mývatnssveit

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð.

Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði.

Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn.
Jarðböðin eru opin allt árið.

Eldri fréttir

safetravel.is inspiredbyiceland.is

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.